Lem hausnum í steinvegginn.
Hæ,
Mættur aftur...úff tvö blogg á sama degi. Annað eins hefur bara ekki gerst síðan ég byrjaði að blogga á kreppappír haustið '82... eða eitthvað svoleiðis.
Þessi önn hefur verið ótrúlega skrítin og ég satt að segja kominn með samviskubit á stærð við góða meðaljörð á Suðurlandinu. Það hreinlega gengur ekkert að krota þessa blessuðu ritgerð og framfarir eru álíka góðar og hagnaður Arla af sölu á mjólkurafurðum í mið-austurlöndum. Alveg hreint ótrúlegt satt best að segja. Nú er rétt um einn og hálfur mánuður til afhendingar og stress faktorinn kominn langt út yfir þolmörk ...
Ég hef verið að hugleiða það upp á síðkastið hvort ég reyni bara ekki að koma mér í vinnu og skila síðar á árinu og vinna þetta með vinnu. Hreinlega veit ekki hvernig ég á að virkja mig aftur. Mér líður eins og tærðum rafal í afar slöppu árstreymi.
Jæja þá vitið þið það.
Góða helgi.
Arnar Thor
Mættur aftur...úff tvö blogg á sama degi. Annað eins hefur bara ekki gerst síðan ég byrjaði að blogga á kreppappír haustið '82... eða eitthvað svoleiðis.
Þessi önn hefur verið ótrúlega skrítin og ég satt að segja kominn með samviskubit á stærð við góða meðaljörð á Suðurlandinu. Það hreinlega gengur ekkert að krota þessa blessuðu ritgerð og framfarir eru álíka góðar og hagnaður Arla af sölu á mjólkurafurðum í mið-austurlöndum. Alveg hreint ótrúlegt satt best að segja. Nú er rétt um einn og hálfur mánuður til afhendingar og stress faktorinn kominn langt út yfir þolmörk ...
Ég hef verið að hugleiða það upp á síðkastið hvort ég reyni bara ekki að koma mér í vinnu og skila síðar á árinu og vinna þetta með vinnu. Hreinlega veit ekki hvernig ég á að virkja mig aftur. Mér líður eins og tærðum rafal í afar slöppu árstreymi.
Jæja þá vitið þið það.
Góða helgi.
Arnar Thor
Ummæli
bestu kveðjur frá mér Heiðrúnu og Óla. Gleðilegt sumar!